Hættiði þessari frekju, atvinnubílsstjórar og aðrir

Nú vill svo til að olían er ekki til lengur í eins miklu magni og áður og er alheimsverðið orðið margfallt frá upphafi og akkurat núna og svo kemur til núna að gengi íslensku krónunnar hefur hrakað um c.a. 15% frá því í síðasta mánuði, þá er ekki annað hægt en að hækka gjöldin, allar innfluttar afurðir og vörur eru að fara hækkandi afþví það er eina leiðin til þess að það sé hægt að halda því áfram. Og í þessari verðbólgu verður íslenska ríkið einnig að nýta aukna tekja vegna bensínsskatts meðal annars. Ef þeir lækka þennan skatt þá verða þeir að hækka annan. En skoðaðu samanburði við önnur lönd, miða við gengi í dag, þá erum við með ódýrara bensín en flestir aðrir, en samt er hægt að væla. Olíufélögin eru ekki að fara í starf sem Second Hand hjálp og íslenska ríkið þarf þessar tekjur. Við hverju eruði að búast þá??

Svo finnst mér það bara gott mál að lögreglan er loksins farin að sekta þá sem standa í þessum ólöglegu mótmælum, það verður að leggja bílunum löglega, annars verða sektir, og að stöðva umferðir við stór gatnamót, það hafið þið engan rétt á og eruð þið í raun að standa í vegi fyrir að sjúkrabílar og slökkviliðsbílar geti komist greitt á milli, og það getur valdið agalega slæmum afleiðingum(m.a. dauðföllum og brunnum húsum svo eitthvað sé nefnt). Og ekki nóg með það, þið eruð líka að tefja fullt af fólki sem er ekki sammála ykkur, og innan þess er að finna fólk sem vinnur mikilvægar vinnur og tefst um langa mikilvæga tíma, allt útaf ykkar græðgi, allt útaf þið viljið eitthvað sem er ekki hægt að gefa ykkur.

Og hvað varðar að vörubílsstjórar séu að væla yfir að koma illa út úr þessu, hvernig væri að þeir hækki bara gjöldin á sinni útseldu vinnu svo þeir hafi efni á að borga sína útseldu vinnu. Þið verðið bara að takast á við breytingunum í heiminum eins og hvert annað fólk. Allir aðrir sem eru að selja út þjónustur sem byggjast á afurði sem koma annarstaðar frá önnur en olía eru að hækka sín gjöld án þess að vera tuðandi. Þetta eru bara breytingarnar og svona verður þetta að vera núna á allavegana meðan að gengið er svona lágt, og já, olían er dýr afurð og það eru fyrirtæki sem eru rekin í gróðaskyni sem flytja þetta inn og ríkið verður að fá heilmikinn skatt af þessu eins og hverju öðru, ástandið er ekkert skárra annarstaðar, bý sjálfur í danmörku og það er farið mikið verr með bílaeigendur þar heldur en hér.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reykvíkingurinn

Þú talar um að bílstjórar stoppi umferð við stót gatnamót og skapi jafnvel hættu og geti valdið töfum á umferð sjúkra,- og slökkvibíla einhverja stutta stund, en hverjir bera ábyrgð þegar margar helstu umferðaræðar borgarinnar eru daglega fullar af bílum og umferð meira og minna stopp í upphafi og lok vinnudags??

Geturðu svarað því á vitrænan hátt??

Reykvíkingurinn, 3.4.2008 kl. 16:43

2 identicon

Allar þær borgastjórnir sem hafa ekki komið með lausn á þessum vanda? En það er mikill munur að stöðva alla umferð viljandi.

Óli (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:48

3 identicon

Bensínverð á Íslandi er ekki með því lægsta sem við sjáum í kringum okkur. Bensín og olíuverð á Íslandi er töluvert hærra en það þyrfti að vera. Ríkið gæti alveg lækkað álögur sínar á þessa vöru og að sama skapi gætu olíufélögin einnig lækkað sinn hlut.

Svo minnist þú á að allt sé að hækka eins og það sé ekkert mál og bílstjórar ættu bara að hækka sín gjöld o.þ.h.  Ekki veit ég hvort þú sért sjálfur farinn að búa og átt íbúð og sérð um heimili en ef svo væri þá held ég að þú myndir ekki tala svona þar sem fólk er að lenda í miklum vandræðum vegna þessara hækkana.

Einnig vil ég minna þig á að ef bílstjórar ná einhverju fram með þessum aðgerðum þá munt þú og þín fjölskylda hagnast af því ekki bara þeir.

Ásta (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:56

4 identicon

Hækka gjaldskránna segir þú ... gerum eitt dæmi, þú gerir tilboð í að flytja jarðveg burt, og þegar þú gerir tilboðið þá reiknar þú kostnað á bílinn, slit á dekkjum, hvað hann kemur til með að eyða í olíu og svo framvegis og olían kostar x mikið þegar þú gerir tilboðið. Þú gerir ráð fyrir því að olía gæti hækkað svo þú gerir ríflega kostnaðaráætlun svo þarftu auðvitað að reikna á þig laun. Þú sendir inn tilboð og því er tekið og þú hefst handa að flytja burt jarðveginn og þetta er verk sem þú áætlar að taki eitt ár. Þegar árið er hálfnað þá hefur olían hækkað uppúr öllu valdi og gengi krónunar lækkað sem þýðir meiri kostnaður á allt sem snýr að bílnum. Þetta er bindandi tilboð og maður breitir ekki gjaldskránni, svo dag eftir dag ertu að vinna kauplaust og jafnvel að borga með þér, myndir þú sætta þig við það ?

Sævar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:57

5 identicon

Þó mér finnist bensínverð hátt þá veit ég að það er hærra í mörgum öðrum löndum, t.d. nágrannalöndum okkar.  Stór hluti skýringarinnar er heimsmarkaðsverð á eldsneyti.  Að mótmæla því er álíka gáfulegt og að mótmæla veðrinu!  Og ætla menn þá að lækka hlut ríkisins?  Hafa menn hugsað það til enda?

Mótmælin eru illa ígrunduð og einfaldlega ein tegund hryðjuverka.  Ég vona að enginn láti lífið vegna þeirra.

Kristján (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Jóhannes Oddsson

Þurfa atvinnubílsjórar ekki að fara að gera þá tilboð með fyrirvara að olíuverð haldist innan einhverra ákveðinna marka? eigum við að þurfa að lýða fyrir það á hverjum morgni að að bíða í röð til að komast í vinnu ekki sparar það bensínið hjá okkur heldur þvert á móti þá eru þeir að hækka gjöld heimlana með þessum aðgerðum!! með áfram haldandi aðgerðum þá gæti bensín reikningurinn orðið tvöfalt hærri en í meðal mánuði því að maður er 3x til 4x legur í vinnuna en á venjulegum degi. Hver hagnast á því?? Ekki ég og enginn til lengdar.  Það er búið að koma þessu af stað og hvenær á svo að enda?

Jóhannes Oddsson, 3.4.2008 kl. 17:50

7 identicon

Er ekki málið að leyfa vörubifreiðum af hvaða sort sem er að nota litaða olíu

Jón Örn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:55

8 identicon

Þeir eru nú líka að mótmæla að fá ekki bílastæði til að geta stoppað fyrir vökulögum. Ef þú ert á vörubíl og ætlar að keyra landhorna á milli verður þú að hvíla þig á vissum tíma í X langan tíma og samkvæmt lögum á að vera Stæði til að hvíla sig en þau eru ekki mörg og allt of langt á milli þeirra.

Já já (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:56

9 Smámynd: Jóhannes Oddsson

það kemur ekkert þessu við að vera fastur í umferð í lengri tíma hér í höfuðborginni hvort að þeir fái sæði upp á miðri heiði eða ekki og annað mál hvort að við fáum ekki undanþágu frá þessum evrópulögum vegna þessa og vegakerfið okkar býður ekki uppá það að trukkar séu kyrrir á miðum vegi hvort sem það er hér eða uppá heiði.

Jóhannes Oddsson, 3.4.2008 kl. 18:07

10 identicon

ríkið leggur alltof mikið á bensín og olíu, Bifreiðagöldin eru enþá sem áttu að vera bara í 2 ár..... auðvitað þurfa einhverjir að mótmæla þessu... þið sitjið bara fyrir framan tölvu og vælið....

Axel (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:46

11 identicon

Kæri síðueigandi.

Hvaða olíufélag á pabbi þinn eða afi?

Trúi ekki öðru miðað við hvað þú skrifaðir hérna. Ég hélt að þetta væri lýðræðisríki en það er Ísland svo sannarlega ekki. Við höfum fullan rétt á því að mótmæla...

Farðu og fáðu pabba þinn eða afa til að kaupa handa þér eitthvað sætt

Davíð (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 19:47

12 Smámynd: Þórður Sveinlaugur Þórðarson

Ég er sammála ykkur öllum að það sé ömurlegt hve hátt olíuverðið er en bara þvímiður, þetta er svona. Ríkið getur ekki lækkað skattana og olíufélögin sjálf vilja greinilega ekki lækka sín verð afþví þeir vilja græða á þessu því annars dytti þeim aldrei í hug að vera að standa í þessu.
Ég á bíl sjálfur og þarf að borga fyrir eldsneyti á honum, trúið mér, ég vildi hafa það lærra en þvímiður er það ekki hægt. Eins á sama máli vildi ég óska þess að það yrði aldrei kalt á veturnar en, það er ekki hægt að breyta því. En við megum aldeilis vonast til þess að það verði góð framtíð í öðrum orkugjöfum fyrir farartæki heldur en olía, til dæmis það sem verið var að kynna fyrir okkur, rafmagnsbílarnir.

Ég var aldrei að gefa skít í bílaeignir eða atvinnuakstur, heldur var ég að reyna að segja að þessi mótmæli geta ekki skilað neinu og einnig vildi ég benda á að þau eru óúthugsuð algjörlega og í raun rosalega óþægileg.

Sævar, þetta dæmi sem þú komst upp er dæmi um slæmar samningsviðræður sem veldur verktakanum miklu tjóni, það er ekki hægt að áætla að olíuverð haldist gjörsamlega óbreytt í heilt ár. Sá verktaki sem þú tókst fram í dæminu tók áhættuna á því að gefa verkkaupanum öryggi í kostnaðarverði og hann fór illa út úr því, en ef það er ástæða fyrir því að ríkið eigi að lækka olíuskattinn þá ætti ríkið eins að bæta upp tjón allra annara sem taka áhættur í viðskiptalífinu og tapa á því, en það verður aldrei hægt.

Og Davíð, nei, enginn ættingi minn(svo mikið sem ég veit) á neinn hlut eða starfar fyrir olíufélögin og ég er ekki að verja þau á neinn hátt. Þetta eru innflutningsfyrirtæki sem eru rekin til að græða, þeim gengur ansi vel að græða og svo lengi sem þeir geta haldið því áfram þá hætta þeir því ekki. Ef þú værir að reka fyrirtæki og það væri í hagnaði þá muntu eflaust halda sjálfur áfram að gera það sem þú ert að gera til að skila áfram þessum hagnaði og vonandi meiri.

Þórður Sveinlaugur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Sveinlaugur Þórðarson
Þórður Sveinlaugur Þórðarson
22 ára gamall tölvunarfræðinemi í Esbjerg, Danmörku. Hef gaman af tölvum og annari tækni, fótbolta, líkamsþjálfun, kvikmyndum og mörgu öðru í smærra máli.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband